Ég er með Windows Vista Home Premium og áðan kom upp eitthvað error í Pro Tools hjá mér. Það hefur gerst nokkuð oft þannig að ég tók mig til og restartaði tölvunni.
Það heppnaðist ekki betur en svo að þegar tölvan var búin að endurræsast og ég búinn að logga mig inn kemur ekkert nema grár bakgrunnur og My Documents opnast!?
Ég er búinn að prófa allt sem mér dettur í hug. Búa til nýjann account og tékka öll settings sem mér datt í hug í control panelinu.. Forrit virka og svo virðist sem allt virki nema það er ekkert desktop eða start menu.

Takk fyrir..
Tóti ekki svo mikill tölvukall