Sælir félagar,

Núna er ég með svo leiðinlegt vandamál og ekkert gengur að leysa það. Vonandi getið þið hjálpað mér.

Ég fæ oft blue screen of death þegar ég er í tölvunni. það er ekkert eitt sem framkallar þetta heldur bara kemur hann bara þegar honum sýnist. Villuboðin eru IRQ_LESS_OR_NOT_EQUAL og svo kemur mikill og langur texti um að ef ég hef verið að setja inn nýjann hugbúnað eða tæki að þá þarf ég að skoða það. Málið er að ég hef ekki verið að setja neitt nýtt inn.

Vitið þið hvað þetta er? Windows segir að það sé ekkert conflict og ég er búinn að updeita móðurborðið og setja inn nýja drivera fyrir hljóðkortið, netkortið og skjákortið.

Ég er með:

AOpen ak73PRO móðurborð,
1ghz AMD Athlon Thunderbird,
384mb minni - 3x 128 kubbar
Sb Live! hljóðkort,
Geforce 2 GTS PRO 64mb skjákort,
3Com netkort,
DVD Encore drx2 afspilunarkort (með drivera sem virka en prufaði að diseibla kortið en samt kom bluescreen),
Plextor skrifara,
MS Intellimouse og MS Natural PRO lyklaborð og svo að lokum WindowsXP Pro