Já ég er að reyna að defraga harða diskinn sem væri svosem ekki frásögu færandi nema að tölvan virðist bara ekki ráða við þetta einfalda verkefni. Reyndar nær hún eiginlega ekki að byrja og mig vantar því góð ráð.

Fyrst kemur:
“Scanning drive for errors”
En hún bara ræður ekki við það. Ég held að þarna ræsi forritið scandisk og þegar að ég prófa að keyra það sérstaklega þá klárar tölvan það aldrei vegna þess að “drive content changed” svo hún byrjar upp á nýtt! og ég er að verða gráhærður.

Einhver ráð til að láta tölvuna hætta þessari vitleysu, þeas að vera eitthvað að fikta við harða diskinn þegar að hún á að vera að gera eitthvað allt annað!