Komiði sælir, Guðni heiti ég og á við smá vandamál að stríða. Ég var reydar ekki alveg fyllilega viss hvar ég ætti að posta þessu þar sem þetta er “að ég held” Windows tengt vandamál. Allavega þá er ég með Steelseries Ikari Laser mouse eins og er. Er búin að vera með MX518 og logitech G5 mús.

Allavega málið er að það virðist sem að þegar ég er að snúa mér virkilega hratt með músinni í leikjum eins og counter strike og fleiri góðum. Þá neitar músin að færa sig og fer bara eitthvað út í loftið. Sem sagt pointerinn fylgir engan veginn því sem ég beini honum heldur er eins og hún ráði ekki við þetta eða eitthvað álíka. Þetta er búið að gerast með allar þessar mýs sem ég er búin að telja upp hérna. Þetta virðist ekki gerast í tölvu bróður míns sem er að keyra á xp. Ég aftur á móti er með Vista x64 sp1 í minni vél (ég veit ekki besta kerfið).

Kannast einhver ykkar við vandamál á svipuðum toga eða er þetta eitthvað eins dæmi?

Ég biðst afsökunnar ef ég er að posta í vitlausan kork, var ekki alveg viss um hvert ég ætti að senda þetta. :)