Það er eins og tölvan hrökkvi tilviljanakennt í eitthvað asnalegt ástand sem lagast þó ef ég restarta henni. Stundum gerist þetta nokkrum mínútum eftir að restarta, stundum líða nokkrir dagar.

Þetta lýsir sér þannig að hinir ýmsu hlutir hætta að virka, svo sem flash fælar, windows hljóðfælar, swf fælar, youtube og aðrir myndbútar á netinu, screen saver, allt hljóð í sumum tölvuleikjum, tónlist í sumum tölvuleikjum, svona svo ég taki einhver dæmi. VLC og winamp voru líka til leiðinda en komust svo í lag einhvern tíma þegar ég uppfærði þau. Það virðist samt ekki duga fyrir restina.

Ég er ekki viss en það er eins og tölvan sé líklegri til þess að hrökkva í þennan leiðindagír ef ég opna mikið af flash fælum svo kannski er einhver tenging þar á milli. Hefur einhver einhverja hugmynd um hvað gæti verið að og hvernig mætti laga þetta?

Bætt við 19. febrúar 2008 - 23:12
Ég gleymdi að taka það fram að ég nota hið ævaforna windows 2k, ef það breytir einhverju.
You should encounter little organized resistance because the Pfhor are preoccupied.