Ég hef verið með mjög óþolandi villu í tölvunni minni í nokkurn tíma og mig langar virkilega að losa mig við þessa villu.

Þegar ég byrja að spila leik eins og World Of Warcraft, Dawn of war: Dark Crusade. Þá crasha ég. Þetta eru soldið skrítin crösh. Eiga sér alltaf stað þegar ég er að spila leikinn og er að hreyfa mig mikið. T.d. að snúa skjánum í World Of Warcraft þá frosnar allt. Ég smelli á ALT+TAB, þá dettur skjárinn niður og svo aftur ALT+TAB og þá er allt í fína þangað til ég hreyfi mig. Þá gerist þetta aftur, og eftir nokkrar runur er ég alveg frosinn og þarf að RESTARTA tölvunni.

Ég hef stóran grun um að þetta sé skjákortið eða eitthvað þannig. Það gersit oft þegar einhver sem loggar sig í tölvuna á meðan einhver annar er logged þá minnkar resulutionið á skjánum niður í 640x400 eitthvað þannig. Og ég get ekki hækkað það og ég þarf að RESTARTA.

Ég vona að einhver sniðugur geti nú sagt mér hvað er til ráða því að ég er að verða óður.