Reyndar veit ég ekki hvort þetta sé endilega Vista vandamál (kæmi mér ekki á óvart) eða hvort það sé talvan, en þannig er mál með vexti að í hvert skipti sem ég spila video, hvort sem er í spilara (VLC, WMP) eða youtube, eða þegar mikið álag hefur verið á tölvunni, þá frís hún. Skjárinn verður svartur (maður sér samt að það er kveikt á honum), hljóðið fer, ennþá kveikt á tölvunni og maður getur ekkert gert, nema að slökkva á henni.

Þetta er frekar nýleg talva, Acer TravelMate 5520.

Miklar þakkir til þanns sem getur hugsanlega hjálpað.