hæ, ég er með einhverja drullu inná tölvunni sem að lætur allt start “tabið” hverfa og öll iconin á desktopinu.

þetta byrjaði fyrir stuttu, og ég skannaði hana í gær með Frisk, en ég fann ekki neitt, og nú er þetta einmitt aftur að gerast, þetta er mjög pirrandi og það væri virkilega næs ef að ég fengi einhvern pointer á betri vírusvörn og vírusskanna. :S

ég nota windows 2000 í þessari tölvu ( pabbi minn á hana og er frekar gamaldags )

já og það er líka popup vírus á tölvunni, alls konar linkar á klámsíður opnast af og til ef að ég nota Internet Explorer, þetta gerist ekki ef að ég nota Opera.

ætti ég að láta “pros” höndla þetta eða er þetta minniháttar vírus?