Sælir Windows menn og konur.

Ég hef átt iMac í að verða 3 ár núna og var að fjárfesta í nýrri PC tölvu. Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig væri best fyrir mig að flytja skrár af iMacanum yfir á PC tölvuna. Þetta er talsvert magn af allskyns skrám sem að bæði stýrikerfin, að mér skilst, ættu að geta lesið, þ.e.a.s: video, tónlist, ritvinnsluskrár, Adobe skrár (AI PS DW og FL) og fleira í þeim dúr.

Ég er með 750GB flakkara sem að ég hafði hugsað mér að nota en hef þá velt fyrir mér hvort að Vista komi ekki til með að vilja formatta hann þegar að ég tengi hann.

Eru þið með einhverjar hugmyndir um hvernig ég gæti framkvæmt þetta án þess að eiga í of miklum erfiðleikum eða jafnvel kostnaði?

Með von um skjót og góð svör
Kveðja,
mystic.
nossinyer // caid