Nenni ekki lengur að reyna redda netvesenum sjálfur vegna þess að ég kann það ekki. Þannig er mál með vexti að ég er kominn með nýja borðtölvu sem ég náði að tengja við netið heima. Oft kemur þetta ‘Limited or no Connectivity’ upp, þá bara dett ég af netinu, hef aldrei skilið hvað þetta þýðir. En netið virðist nú oftast nær vera virkt, hinsvegar er MSN ekki í lagi núna. Troubleshooter segir mér að allt er í lagi og ég kemst á netið. Hvað getur verið að MSN? Kannski einhver Internet Explorer stillingaratriði?