Ég er með 1300 Mhz vél 512 MB DDR minn, Radeon 64 DDR og WinXp professional. Þetta virkar helvíti vel nema að músin er eitthvað að angra mig. Hún á það til að hlíða ekki skipunum mínum, þ.e.a.s. bendillinn færist ekki þegar ég hreyfi músina. Í staðinn heyri ég bara eitthvað „ding dong“ hljóð. Þetta gerist einnig ef ég er að spila <b>fps</b> leiki sem eru miklir músaleikir. Þetta er svona týpískt nýjastýrikerfibyrjunarörðugleikadæmi… eða þannig.

Endilega póstið ef þið hafið ráð við þessu, ef ekki þá þakka ég lesturinn og óska ekki eftir „snilldar“ athugasemdum.

Kveðja og þakkir,
i.
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“