Þannig er mál með vexti að ég var að fá mér nýja tölvu, ferðavél til að vera nákvæmur og í henni er windows vista. Ég komst loksins á netið í gegnum þráðlaust net en ég get ekki séð heimilistölvuna. Ég get ekki skoðað skrár sem ég er að deila þar og það er windows xp í henni. Er þetta bara stillingaratriði í vista eða hvað þarf ég að gera til þess að geta sótt efni úr öðrum tölvum sem eru með windows xp?