ég á í smá vandræðum með þennan blessaða windows media player.
þannig er mál með vexti að systir mín uppfærði spilarann hjá sér í nýjustu útgáfuna af spilaranum og allt fór í rugl.
Hún var ekki með útgáfuna á undan honum heldur 2 útgáfum á undan (ruglingslegt?) allaveganna eftir að hún uppfærði hann er spilarinn voða leiðinlegur, hann annaðhvort spilar tónlist en hún höktir ekkert lítið eða þá að hann hreinlega frýs sem veldur því að það þarf að endurræsa tölvuna.
Er eitthvað hægt að gera eða setja spilarann inn aftur svo að hægt sé að nota hann og að hann virki eins og hann á að gera?