Get ég einhvernvegin stækkað partitionið á disknum minum, eitt partitionið er 11gb og hitt er 173 en þetta 11gb fyllist alltaf og ég þarf svona 2-3gb í viðbót þar. S.s. get ég stækkað partitionið án þess að formatta eða eitthvað og hvernig?

Svo annað, einhvervegin tókst mér að setja 2 windows upp, hvernig get ég hent öðru þeirra? Það má alls ekkert annað ske nema að annað windowsið fer út. Það neflilega crashaði alltaf tölvan á startup og ég setti windows diskinn í og setti windowsið inn uppá nýtt og auðvitað hélt ég að hún myndi henda út gamla, en neinei, núna er ég með 2 windows, eitt ónýtt og eitt sem virkar.