Jæja þá er ég búinn að vera í viku veseni við að koma vista inn á vélian og ekki hefur það gengið.

Þegar ég reyni að setja upp þá koma 4 mismunandi villuskilaboð.

2 error kóðar og þegar ég gúgglaði kóðana þá kom í ljós að það gæti verið eitthvað að vélbúnaðinum þar sem vista skannar tölvuna í uppsetningu. (Þessir kóðar koma oftast)

Blue Screen of death. (kemur mjög sjaldan)

Eða þá bara “Please make sure that all files that are needed are there” (sjaldan)

Ég er með löglegt eintak af vista.

Núna er ég búinn að rífa alla diska og kort úr vélinni. Setti nýjan harðan disk og nýtt dvd drif. Skipti út skjákortinu fyrir annað kort sem ég átti og minni líka.

Samt sem áður halda þessi villuskilaboð áfram að koma…

Þannig að mín niðurstaða á þessu er að; eitthvað að móðurborðin, örgjörvanum eða power supply-inu!

Þessir 3 hlutir eru þa ðeina sem ég á eftir að skipta um.

Spurning hvort einvher viti hvort það sé eitthvað vesen með vista og þessa 2 hluti.

Móðurborð Abit AV8 - VIA K8T800+VT8237 Socket 939
Örgörvi AMD64 S939 AMD Athlon64bit 4000+