Ég er búinn að setja upp XP prof hjá mér og er nokkuð sáttur… nema með eitt. Ég er búinn að setja upp ADSL tengingu (utanáliggjandi módem 256k sem tengist í netkort). Það virkaði rosalega vel á Win98 en mér finnst netið ekki eins stöðugt og það var áður (Ég er búinn að ræða við Simnet og er allt uppsett eins og það á að vera). Ég merki þetta m.a. þegar ég er að spila Half-life modin CS og DoD á netinu þar sem ég var vanur að pinga frá 25-70 á innlendum serverum en nú er ég að fá 50-400 í ping (oftast hærri talan). Ég er búinn að updeita á windowsupdate en allt kemur fyrir ekki.

Veit einhver hvort ég get lagað þetta einhvernveginn?

Fyrirfram þökk?

i.
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“