jæjja nú ætla ég aldrei aftur að setja upp tölvu nema með hjálp atvinnumanns ;) Allaveganna ef einhver getur hjálpað mér við þetta væri hann mesti snillingur í heiminum, jafnvel alheiminum!!!

Þannig standa málin að ég var að láta nýjan harða disk í tölvuna mína (galtómur). Ég var svoldið mjög óþolinmóður að prófa tölvuna, svo ég installaði bara win98 því það var eini diskurinn sem var til og ég ætlaði bara að leika mér að setja það upp, þangað til ég fengi mér xp eða vista. En þá byrjaði gamanið. Ég gat ekki með nokkru móti fengið cd-drifið fram á skjáinn í windowsinu (fann það sammt í Bios). Allaveganna þá fékk ég xp disk og náði að formatta c: og allt í gúddí en ég hef einhvernvegin náð að rugla tölvuna eða eitthvað.

Því þegar ég starta með xp, kemur upp Windows setup, hún byrjar að fynna eitthvað í tölvunni og svo PÚFF, kemur ekki þessi heittelskaði blái gluggi upp með error; pci.sys

Málið er að þessi gluggi kom stundum upp þegar ég var að starta win98!!

Ég er orðinn mjög pirraður á því að stoppa alltaf þarna og er hræddur um að ég sé búinn að gera eitthvað slæmmt!

Vona að einhver skilur þetta bull í mér og bjargi mér sem fyrst svo ég geti byrjað að fljúga í Flight Simulator X =)