Síðan í gær hefur tölvan mín hagað sér mjöööög undarlega. Ég á HP fartölvu sem er orðin rúmlega ársgömul.

Ég lokaði henni þannig að það slokknaði á skjánum. Þegar ég opnaði hana og hreyfði músina kvikjaði á skjánum en svo byrjaði hann að blikka. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera svo ég slökkti bara. Næst þegar ég opnaði hana (var í tímum í skólanum svo ég þurfti alltaf að loka á milli) kviknaði bara alls ekki á skjánum svo ég restartaði.

Næst var tölvan frekar lengi að starta sér og loksins gat ég opnað eitthvað. Þá byrjaði hún að frjósa við minnsta erfiði.

Ég var orðin frekar hrædd um að það væri vírus eða eitthvað svo ég lét Avast skanna (Boot-scan) og það fannst ein “Trója”. Tölvan skánaði alveg heilmikið og ég gat opnað allt, nema MSN Messenger (Windows Messenger virkar). Ég ákvað að henda msn og prófa að fá mér nýtt - hvort sem er kominn tími að fá sér Live Messenger. Það frýs líka.

Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera. Ég vil helst ekki formatta en get það alveg ef þess þarf, en ég er ekki með einhvern Windows disk (til að setja Windows upp aftur).

Getur einhver hjálpað mér?