Það dylst engum sjáandi manni að Vista er hrein afritun af bestu eiginleikum Leopard og Linux. Eiginleikar eins og nýting á þrívíðri grafík við almenna notkun, leit í upphafsstikunni, hliðarstikan og mun fagmannlegri grafísk framsetning.
En eru þetta ekki allt kostir?
Margir af þeim sem skæla dag og nótt yfir því hvað Apple framleiðir mikið betri vörur en Microsoft nota samt Microsoft vörur. Hvers vegna nota þeir þá ekki bara Apple vörur, tölvur og stýrikerfi? Þetta er fólk sem mótmælir ríkisstjórn sem það kýs sjálft.
Leyfum Windows að nappa hugmyndum hér og þar. Hver veit, kannski var þetta bara sú þróun sem allt stefndi í? Enginn kvartar þótt tveir bílaframleiðendur komi með keimlíka bíla. “Duttu báðir niður á sömu hugmyndina,” eða “allt stefndi í þetta hvort eð er.” Leyfum Windows að koma fram með eigin stýrikerfi í friði. Þeir sem hafa notað Vista segja langflestir að síðustu útgáfurnar séu stórgóðar. Er það ekki það sem við viljum?

Bætt við 10. janúar 2007 - 16:36
Svona eftirá: fann eftirfarandi myndband til að rökstyðja mál mitt enn frekar:

http://www.cnettv.com/9710-1_53-25522.html?tag=bubble

Flottir eiginleikar, sem við höfum þó séð í Apple tölvum og einnig hjá Google.