Hæhæ, ég er í vandræðum með að tengja tölvuna mína við sjónvarpið mitt.

Ég er með S-VHS snúru sem tengist í TV-out á skjákortinu mínu (ATi Radeon 9600XT) og fer svo í svona SCART kubb og svo í sjónvarpið (þar sem sjónvarpið mitt er bara með SCART tengi).

Ég er búinn að virkja sjónvarpið í “Displays” og myndin er komin á í lit og allt. Vandamálið er það að myndin birtist svolítið óskýr. Myndin birtist fullkomlega í NTSC nema gallinn er að það birtist svarthvítt, ekki í lit.

Ég held ég sé búinn að prófa allt. Búinn að uppfæra skjákortsdrivera upp í Catalyst 6.12, búinn að prófa “Flicker Removal”, búinn að prófa annað sjónvarp (sama sagan), búinn að prófa allar PAL stillingarnar, búinn að prófa að fikta í öllum “Advanced” stillingum.

Getið þið hjálpað mér með þetta hundleiðinlega vandamál áður en ég fer yfir um? Ég er búinn að leita út um allt að lausn en það virðist ekkert virka.

Þessi er með sama vandamál og ég:
http://forum.digital-digest.com/archive/index.php/t-50395.html
Gaui