Eins og svo margir aðrir er ég mjög iðinn við það að spila alskonar þætti, dvd, .avi, .mpeg og margt fleira í tölvunni minni og hef ég við það prófað ótal spilara, s.s. windows media player, vlc, dvix, nero media player og einhverja fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu.

Og þá fór ég aðeins að spá, afhverju eru ekki allir spilarar bara eins og vlc? Það er alveg sama hvað, vlc spilar það bara, no questions asked, engir codecs, ekkert region vandmál með dvd, ekki eitt einasta. Ég er stöðugt í einhverju fokki með hina spilarana, maður þarf að fara á netið og ná sér í einhverja codecs, afhverju í anskotanum er þetta ekki bara innbyggt í spilarann?
Svo alltaf þegar ég er að spila dvd er stöðugt verið að nudda í mér með eitthvað helvítis region, maður þarf að breyta á milli og alskonar rugl, svo má maður bara breyta 5 sinnum. En já, eins og vanalega stendur vlc fyrir sínu, er ekki með þetta helvítis væl og bara spilar myndina, er ekki stöðugt tuðandi um einhverja helvítis codeca og region kjaftæði.

Pointið með þessum þræði er kanski þetta: er einhver þarna sem er eitthvað fróðari en ég um þetta mál sem getur útskýrt afhverju allir spilararnir eru ekki bara eins og vlc? afhverju maður þarf alltaf að standa í þessu brasi með alla hina spilarana?

Bætt við 22. desember 2006 - 16:09
Já, ég held að fólk sé aðeins að misskilja hvað þessi þráður snýst um…
sko það sem ég er að velt fyrir mér er það afhverju hinir spilararnir spila ekki bara allt dótið? afhverju það þarf alltaf einhverja codec pakka og ruggl?