Tölvan var í sakleysi sínu að uppfæra kerfið. Allt í góðu með það. Síðan eftir að hún er búin að því þá biður hún, eins og vanalega, um að restarta tölvunni, sem ég og geri. Þegar hún er að restarta þá kemur bara einhver blár skjár með eftirfarandi skilaboðum:
STOP: C0000221{Bad Image Checksum}
The image COMCTL32.dll is possibly corrupt. The header checksum does not match the computed checksum.

Ég bara veit ekki hvað ég get gert. Er einhver sem getur hjálpað mér?