Jæja nú er maður í stökustu vandræðum.

Þannig er málið að það eru þrjár tölvur á heimilinu (Tvær borðtölvur og ein laptop) Allar útbúnar þráðlausu netkorti og allar keyrðar á Windows XP. Þær tengjast allar netinu um sama routerinn (Speedtouch 585) og það hefur aldrei verið neitt vandamál að tengjast netinu á neinni þeirra, bara kveikja og þær eru tengdar.

En ég er búinn að vera að reyna að tengja þær saman, til að geta fært skrár á milli þeirra án þess að vera alltaf að brenna diska eða hlaupa með flakkara á milli.
Er búinn að fara í gegnum Network Setup Wizard svona 30 sinnum á þeim öllum og þegar ég fer í My Network places, þá kemur alltaf upp þetta network sem ég var búinn að setja upp. En þær finna aldrei hverja aðra. Þótt ég prófi að fara í Add Network Places þá finna þær aldrei neitt nema sjálfa sig á networkinu. Það er sama network name á þeim öllum.

Er ekki einhver snillingur hérna sem gæti látið sér detta eitthvað í hug um það hvað geti mögulega verið að??
mammaín!!