Ég á í bullandi vandræðum með það sem Microsoft hefði mátt sleppa við að hanna.

Ég er með Intel 915P combo Móðurborð, sem ég keypti hjá ATT.is fyrir ári síðan. Það fylgdi floppy diskur með installi á RAID driverum, en þarsem ég er búinn að flytja mig um stað 2 sinnum þá hef ég því miður glatað þessum floppy disk.

Ég fór Á MSI síðuna (MSI móðurborð) og náði í RAID driver, sem ég síðan skellti á flopyinn.

Þá kom að því að formata harðadisknum (ég get ekki formatað nema að hafa þessa drivera, fæ error message þegar ég reyni að formata, um að ég þurfi að ná í drivera fyrirharðadiskana, þá er hann að tala um RAID drivera.) Ég ýti á F6 og bíð í smá stund. Þá segir hann mér að ég sé ekki með “mass storage device” og þurfi því ekki að installa neinu. Ég held samt áfram og reyni að installa driverum, en þeir vilja ekki installast.

Spurning hvort ég sé ekki með réttu drivers?

Eða er eitthvað sem ég er ekki að gera rétt?

Ég get ekki notað tölvuna heima, af einhverjum ástæðum þá kemst ég ekki inní windowsið, þarf að setja upp nýtt windows, en get það ekki útaf þessu bölvaða veseni. Vona innilega að þið getið hjálpað mér.

Takk fyrir að lesa.