Ég veit ekki alveg hvort ég sé að setja þetta á réttan stað, en ég vona það. Annars verðið þið bara að jafna ykkur.
Síðustu daga hefur tölvan mín verið að væla yfir því að C drifið sé fullt. Að því ég best sé er það 98% fullt í augnablikinu. Ég er með Asus A6000 fartölvu. Ég held að hún sé með tvo hörð drif, C og D. C-drifið, sem er einmitt fullt, er 21,2 gb, en D-drifið er 14,1 gb.
Ég er í rauninni ekki með mikið inná tölvunni, einn eða tvo leiki, og svo rúm 7gb af tónlist.
Hvað get ég gert til að losna við þetta pirrandi Warning merki, semsagt eyða einhverju út og/eða færa eitthvað til, án þess að eyðileggja núverandi shortcut og eyða því sem ég er að nota?

Afsakið ef ég get ekki lýst þessu betur, vitneskja mín á þessu sviði er afar takmörkuð.