Daginn hugarar,

Ég var að fá mér forrit sem heitir diskkeeper og það býður upp á defragg fyrir mft skránna. Það þarf náttúrulega að gera í boot-time, en þegar ég endurræsi tölvuna kemur einfaldlega upp fyrirsögn þráðarins. Ég gat hætt við defraggið en ég valdi “chkdsk before defragment” þá með /f skipun og það hættir ekki. Þar afleiðandi kemur “Cannot open volume for direct excess” alltaf þegar ég ræsi tölvuna og chkdsk hættir við að starfa. Ég prófaði diagnostic startup sem slekkur á öllum startup forritum. Ég updataði allt með 2006 apríl updatepatch. Ég disablaði time scheduele service í von um að chkdsk myndi gleyma þessu og ég bara veit ekki hvað ég á að gera. Þetta er aðeins pirrandi þegar þetta startast upp en það er ekki vandamálið… Diskkeeper getur nefnilega hvorki greint né defraggað C: drifið hjá mér, útaf þessu.
Hvorugt eru villuskilaboð en ég keypti Diskkeeper og vil geta notað það.

Plz hjálpa mér. Nota winxp með sp2, ef ykkur vantar einhverjar kerfisupplýsingar endilega spyrjið bara.