Góðann daginn hugarar, þannig er mál með vexti að í hvert skipti sem ég ætla að horfa á video í tölvunni minni(windows xp) þá einfaldlega restartast hún. Það virðist vera nokkuð sama í hvaða forriti ég reyni að horfa á videoið(Vlc WMP Realplayer osfv) alltaf restartast tölvan. Ferlið er semsagt svona : Ég starta tölvunni upp, opna videoið og það byrjar að spilast í svona 2 - 3 sec(stundum skemur stundum lengur) og svo restartast hún.


Þetta skeður líka af og til þegar ég er að starta upp leikjum aðallega Half-life modum þó. Ég er nokkuð öruggur á því að það sé ekki um vírus að ræða því ég er búinn að prufa að skanna tölvuna með nokkrum mismunandi vírusvarnarforritum(Reyndar bara fríum forritum) og aldrei finnur hún neitt. Örgjörvinn er ekki að ofhitna(hann er í kringum 50°c).

Það er ekki svo langt síðan þetta byrjaði, c.a 2 dagar. Það sem ég gerði daginn áður en þetta byrjaði var það að ég setti nýtt minni í tölvuna, ég er búinn að prufa að taka það úr en allt kemur fyrir ekki þetta vandamál einfaldlega vill ekki leysast.

Afsakið ef þetta er á vitlausu áhugamáli. Var í smá vafa um hvar ég ætti að setja þetta.