Jæja.

Um daginn ætlaði ég að skoða grínmyndband á netinu. Ég man ekki alveg hvað síðan hét en það sagði að ég þyrfti að dla einhverju aukalega við Windows Media Player til að geta spilað það. Allt í fína, smellti á OK og installaði. Þó virkaði myndbandið ekki svo ég hætti bara við, varð að drífa mig í skólann. Áður en ég fór ákvað ég að keyra Spyware varnirnar mínar, sem eru AdAware og Spybot. Þegar ég kom aftur heim úr skólanum var búið að fara yfir allt og enginn vírus eða neitt alvarlegt fundið, nema einstaka cookies sem er ekkert merkilegt.

En, þá byrjaði fjörið. Alls konar meldingar og pop-up upp úr engu og alls konar að ég sé með spyware á tölvunni, og þær meldingar koma frá einhverju sem heitir bara Virus Alert og er við hliðina á klukkunni neðst hægra megin. Ef ég smelli á það kemur það mér á random síðu á netinu með einhverri vírusvörn. Ég ákvað að treysta þessu ekki, en einhvern veginn nær vírusvörn sem heitir SpyFalcon aftur og aftur að ota sér inn í tölvuna mína, þó ég farií Add or Remove programs og fjarlægji það, og líka að ég einfaldlega hendi forritinu út úr Program Files og eyði öllu úr Recycle Bin.

Hvað sem ég geri þá installar hann sér alltaf aftur inn og segir að ég sé með spyware, þó ég held að SpyFalcon sjálft sé Spywareið.

Einhver góð ráð?