Ég er ekki alveg viss um hvort að þetta tengist Windows, en ég læt þetta samt sem áður flakka.

Vinkona mín er með ferðatölvu. Um daginn þegar hún slökkti á henni og reyndi svo að kveikja á henni aftur, þá kom bluescreen eftir Windows boot skjáinn og svo restartaði tölvan sér aftur. Þetta gekk bara endalaust í hringi og er ekki nokkur séns að komast inn í helvítis Windowsið. Ég get ekki einu sinni séð hvað stendur á þessum bluescreen út af því að hann kemur bara í hálfa sekúndu og svo restartar tölvan sér.

Ég prófaði að fara í Safe Mode, en það gekk ekki heldur. Sama sagan gerist. Þá prófaði ég að setja XP diskinn í vélina og reyni að gera Repair Install en ég fæ engan svoleiðis möguleika. Fæ bara valmöguleika um að eyða partitioninu, búa til nýtt partition og setja upp Windows XP aftur.

Mér er alveg sama um Windows uppsetninguna á tölvunni, bara að ég fái gögnin af vélinni. Hafiði hugmynd um hvað ég get gert?
Gaui