Ég er búinn að eiga í vandræðum með tölvuna mína síðustu daga. Kerfið hefur sífellt verið að endurræsa sig, oft mörgum sinnum í röð og hvert forritið á eftir öðru heldur áfram að krassa.

Þetta skilar yfirleitt villu sem að tengir þetta við ákveðinn ‘device driver’, sem ég hef hingað til verið ófær um að staðsetja. Ég er búinn að tengja þetta við skjákorts driverinn minn þar til núna, vegna þess að öll forrit sem stóla á þrívíddar uppsetningu krassa, en ég er búinn að enduruppfæra þann driver hvað eftir annað en ekkert gengur, og ég hef einnig hreinsað kerfið af vírusum, en það voru þó nokkrir í kerfinu um daginn.

Ég er eiginlega farinn að halda að Windows sé spillt hjá mér, en veit þá ekki hvað gera skal í því.

- Colds