1. Windows explorer

Þið kannist öll við windows explorer. Ef þið klikkið á einhverja möppu þá heyrist svona “kligg” eitthvað. Prófiði bara að fara í windows explorer þá sjáiði strax hvað ég er að tala um.
En það sem er að hjá mér er það að það heyrast alltaf 2 “kligg”.
Ég er að spá í hvort þetta sé svona eins og “bios bepps” og það sé eitthvað að hjá mér.

2. Startup.

Til að láta eitthvað forrit startast um leið og kveikt er á tölvunni þá setur maður það í startup möppuna ekki satt? Í minni startup möppu er bara imesh þó svo að fleiri forrit séu að starta sér upp án þess ég hafi beðið um það.

3. Common name.

Allt í einu fór einhver toolbar sem heiti common name að troða sér inn í brwoserinn minn hliðina á adress bar. Ég get tekið hann út með því að gera view>toolbars>common name en hann kemur alltaf aftur þegar nýr browser-gluggi er opnaður.

Getur einhver hjálpað mér?