Ég er með Win XP Home Edition og með Service Pack 2 uppsettann. Eftir að hafa activate-að windowsið hefur svolítið undarlegt verið að gerast. Í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni kemur upp gluggin “This copy of windows has to be activated…blabla..”. Ég vel að activate-a og vel activate by internet, vel að registera ekki og þá kemur “checking for connectivity”. Næsti gluggi sem kemur er svo “Thank you for activating windows o.s.frv..”. Ég þarf ekkert að stimpla inn eða neitt þannig heldur kemst beint inn í windows. Þetta ætti svo sem ekki að vera vandamál þar sem ég kemst í tölvuna, en það er ekki nema ég sé sítengdur (er tengdur í gegnum hub hérna þar sem tölvan er núna, er ekki heima).

Heima verð ég að tengjast þráðlaust. Þá gengur þetta ekki því eftir “checking connectivity” kemur “unable to establish a connection with the server”, eða eitthvað í þá áttin, og ég get ekki activate-að og kemst ekki í windows þar sem ég get ekki tengst netinu þráðlaust fyrr en ég er kominn inn í windows…

Ef einhver kann einhver ráð við þessu má hann/hún endilega láta vita.