Ég er hérna með Windows XP prof ed. og fyrir nokkru síðan hætti hljóðið að virka hjá mér. Allir driverar og dótarí virðast í fínu lagi, ég heyri bara ekki neitt. Ég fór með kvikindið í viðgerð og dúddarnir rifu tölvuna í tætlur, prófuðu nýtt móðurborð og hljóðkort (að eigin sögn)
en sögðu mér að lokum að vandræðin fælust einhvers staðar í stýrikerfinu og ráð að setja það inn upp á nýtt. Eftir að hafa tekið afrit af mikilvægustu gögnum skellti ég XP disknum aftur í og installaði kvikindinu á nýjan leik. Eftir nokkuð þref við að finna drivera og fá þá til að virka hætti tölvan að birta villuboð og fór að spila hljóð- og myndfæla. En eins og áður heyri ég ekki neitt. Þannig að allt virðist virka eðlilega, en ekkert heyrist.

Veit einhver hér hvaða skrattalingur er í gangi eiginlega?

Og já, ég er með kveikt á hátölurunum.