Nýverið hef ég verið í vandræðum með að tengjast nettölvuleik, Wolfenstein: Enemy Terretory. Þegar ég reyni að tengjast einhverjum server þá kemur upp eftirfarandi (leikurinn nær að vísu að tengast en örfáum sekúndum seinna kemur villan upp): Norton Internet Security has detected and blocked an intrusion attempt. Þessu fylgja ýmsar upplýsingar, tími, dagsetning og fleira, þar er meðal annars heiti yfir innrásina (intrusion): BD BackOrifice 2000 UDP Activity.
Ég hef nú þegar flett þessu upp á google.com en fátt fundið annað en að ég eigi að uppfæra vírusvörnina mína (ég hef gert það og full scannað í safe mode, en ekkert fundið). Taka skal fram að ég nota Norton AntiVirus 2005 og Norton Internet Security 2004. Auk þess hef ég komist að því að ég get spilað leikin ef ég hef slökkt á Norton Inernet Security, sem ég hef lítið þorað. Til þess að takast á þessu vandmáli þá hef ég einnig reynt að setja upp ZoneAlarmPro, XP-AntiSpy og Security Task Manager, þessi forrit hafa öll hjálpað á sinn hátt en enn hef ég ekki komist að rót vandans.
Því spyr ég ykkur, hugara, hvort þið hafið einhver góð ráð handa mér. Allar athugasemdir og spurningar eru vel þegnar.