Nýlega, upp úr þurru hefur þetta tölvusorp mitt tekið upp á því að restarta sér að vild, stundum líða ekki nema 2 minutur og stundum heldur hún sér gangandi í 2 tíma.
Svo þegar ég kveikji aftur á henni kemur einhver tilkynning um að tölvan hafi “recoverað sig frá serios error” og að hann hafi átt upptök sín í C:\Documents and Settings\eg\Local Settings\Temp\WERd770.dir00\sysdata.xml

og

C:\Documents and Settings\eg\Local Settings\Temp\mini041505-02.dmp

Veit einhver hérna til þess að nú sé gangandi einhver vírus á borð við WormBlast ruglið sem var í gangi einhverntíman, eða þetta sé bara eitthvað einsdæmi hjá mér.

Hjálp eða ábendingar eru vel þegnar:)
______________________