Þannig er mál með vexti að ég er nýbúinn að kaupa mér fartölvu frá Dell og kom hún uppsett frá USA með allskonar tilgangslausum forritum sem ég hef kannski frían aðgang að í mánuð eða álíka. Og þegar ég lít í taskmanager þá eru um 55 processes í gangi sem hljóta að hægja töluvert á tölvunni.

Getur einhver sagt mér hvernig ég kem í veg fyrir að þeir opnist allir um leið og ég kveiki á tölvunni og líka hvernig ég get þekkt í sundur þá sem ég má stöðva og þá sem eru nauðsynlegir.