Já svo er mál með vexti…

Ég er með tölvu sem virkar mjög vel. Defragmenta hana og hún er aljörlega virus free. En það gerist nokkuð oft að hún frís. Þ.e.a.s. músinn hættir að hreyfast, tónlist stoppar, allt stoppar. Stundum ef það er kveikt á henni á nóttunni þá freezast hún í like 2-3 tíma en svo heldur hún bara áfram eins og ekkert sé. Þetta gerðist fyrir format og eftir format :(. Ég var með þvílíkt háværa örgjörfa viftu og skipti í aðra sem heldur tölvunni kaldri og er mjög hljóðlát. Þetta gerðist stuttu eftir það en veit ég ei hvort þetta stafar af því eður ei :(. Væri mær mjög kært ef einhver myndi nenna að hjálpa mér aðeins ef hann veit hvað er að…. hvort hann þekki þesssi einkenni viftu eða hugsanlega vírusar..
Fyrirfram þakkir :Þ
ps. Þurfti að skrifa þennan póst 2svar útaf þessu :/