Ég er búin að reyna að setja upp kennsluforrit í tölvuna mína og það gengur ekki neitt. Mig langaði að vita hvort það væri ekki einhver þarna sem gæti sagt mér hvað ég ætti að gera. Þannig er að ég er með Windows XP pro og fæ alltaf upp skilaboðin að það vanti C:/windows/system32/AUTOEXEC.NT í tölvuna til að klára að installa forritinu. Nú ef ég reyni að keyra það þá fæ ég upp að WBTRV32.DLL hafi ekki fundist. Nú er mér sagt að þetta sé vegna þess að ég sé með of nýja útgáfu af Windows en mér skilst að það sé til einhver lausn á þessu vandamáli sem sé ekki mjög flókin en ég verð að viðurkenna að ég er ekki allt of mikið inn í þessum málum. Svo ef einhver gæti hjálpað mér þá væri það rosalega vel þegið.