Jæja.. svona standa málin.

Ég er með Norton Personal Firewall 2004 og Norton Antivirus 2004 og hafa þau virkað alveg helvíti vel. Ekki lent í neinum vandræðum í langan tíma.

En núna uppá síðkastið er talvan alveg að drulla á sig. Ég opna Windows Media Player og poppa á meðan ég bíð. Fer í bað þegar ég opna Winamp og læti. Kannski ekki alveg svona ýkt .. but you get the idea.

Ég er svona “nokkuð” vel að mér í tölvum. Hef þurft að redda mér úr allskonar vandræðum. En þetta er eikkað sem ég skil alls ekki.

Ég opna Taskmanager og halló , halló. 3x iexplorer.exe að éta upp minnið mitt og ég nota ekki einu sinni IE! Mozilla is the future! Anywho… ég loka þessum fjára.. nei nei, þá poppa þeir bara upp aftur og aftur. Svo líka um daginn tók ég eftir að rundll.exe væri í gangi ( Sem ég las eikkerstaðar að væri pottþéttur vírus… ath hann var undir mínu accounti ekki “system” í Taskmanager …. og lokaði því, hef ekki séð það núna en veit af því eikkerstaðar þarna ;)

Svo læt ég Norton skanna, Adware skanna, S&D skanna og System Mechanic 4 Professional skanna… þau segja að allt sé í tip top lagi.

Sooooo…. var að wondera hvað væri hægt að gera? ÁN ÞESS að formatta.. veit að marr þarf að gera það alltaf svona af og til, sérstaklega þegar maður er beintengdur og sonna en it's complicated hjá mér :P

Eikker með hugmyndir hvað ég geti gert? Og takk fyrir að hafa nennt að lesa þetta ;) Ætlaði bara að hafa etta sem ýtarlegast og ég mögulega gat. Svona reyna að svara öllum spurningunum áður en er spurt.

BTw…. ég mun þakka hjálpina ( Greinin :P )