Herru ég er kominn með einhvern stórfurðulegan vírus/orm inná tölvuna mína. Einkenni hans eru að á skjáinn koma grænar línur, tölvan hægist virkilega mikið, svo rétt áður en maður loggar sig inná windowsinn þá koma rauðar línur á skjáinn með græna spaða á milli. Fyrst héldum við að þetta væri bara vesen með skjá eða skjákort, en eftir að hafa skipt um skjá og að hafa séð þetta ofangreinda mynstur, þá erum við nokkuð viss um að hér sé einhverskonar boðflenna á ferð. Við höfum reynt að nota vírusvarnarforrit, en það er gjörsamlega ómögulegt vegna ástands tölvunnar.
Þannig að spurningin er, kannist þið eitthvað við þetta? og ef þá, hvernig lagar maður þetta?

Takk fyri
Chelsea till I die!