Ok málið er að núna undanfarnar vikur er ég búin að eiga við trojuhest vírusa, ég er með AVG vírusvörn sem hefur tekið einhverja, en ekki alla, það eru tveir sem hún finnur aldrei, en er samt að vara mig við. Er búin að reyna margvísleg trojan removers, en aftur eru þessir tveir sem alltaf sleppa.
Núna uppúr þurru komu allskonar icon á desktoppið mitt, casino, bingo, travel og allskonar rugl, og einnig er favorites mappen mín full af drasl linkum…vandamálið er að ég get ekki hægriklikkað á neitt, það gerist ekkert, og heldur ekki þegar ég vel icon og ýti á delete. Þetta er fast þarna og er að gera mig vitlausa! Vonandi getur einhver hjálpað mér með þetta :)

Kveðja, betababe
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…