Svo er mál með vexi að ég fékk einhvern óumbeðinn file á desktop hjá mér ( .exe file ) og ég gat ekki deletað honum. Datt mér þá í hug að breyta honum í notepad form og það tókst og ég náði að deleta honum og allt í góðu með það, en núna opnast allir file-ar sem ég fer í í notepad. Ég get ekki farið í open with heldur bara run as og þá byður hún mig um user og ég segi bara current user og þá virkar hluturinn. Allt opnast í notepad nema tónlist hjá mér og þætti mér frábært ef einhver gæti hjálpað mér með þetta.