Ég keyri Windows XP Pro og var að setja inn Sims fyrir krakkana. En leikurinn virkar ekki almennilega nema að farið sé inn sem “computer administrator” og ég vil bara að krakkarnir hafi “limited account”.

Ég leysti þetta þannig að ég bjó til admin account “leikir” með password “leikir”, faldi svo accountinn þannig að hann sést ekki á login skjánum. Svo stilli ég shortcutið á leikinn þannig að notandinn “leikir” keyrir leikinn og þá virkar hann alveg.

Það sem pirrar mig er að nú er þá samt hægt að logga sig inn á nýja admin accountinn með því gera ctrl-alt-del á login skjánum og pikka þar inn user:leikir. Er hægt að koma í veg fyrir það einhverveginn?