Getur einhver veitt mér smá upplýsingar og þá aðstoð í leiðinni.
Þannig er að ég á 40 gb. disk sem var keyrður á win xp pro og formataður fyrir NTFS.
Eitthvað gerðist sem orsakaði það að diskurinn hrundi og virkar ekki neitt í dag.
Þegar ég tengi þennan disk sem þræl við tölvu þá segir tölvan mér að heildarstærð disksins sé 40 gb. og það séu 40 gb. laus á disknum og 40 gb. notuð og það skrítnasta að skárarsafnið sé, haldið ykkur fast, FAT 16, af öllum skráarsöfnum. Stórskrítið !!!!!
Mér var bent á að reyna fá forrtit sem heitir Tiramisu. Það væri snilldar græja sem gæti reddað svona málum.
Þetta forrit er hægt að fá víða á netinu og kostar í kringum 40 US dollars.
Það sem mig langaði til að vita er hvort einhver hér kannast við þetta vandamál sem ég lenti í og viti hvernig hægt sé að bjarga allavegana einhverju af því sem var, eða öllu heldur er á disknum?
Eins væri gott að vita hvort einhver hér kannaðist við þetta forrit eða þekkir einhver önnur forrit sem gætu komið að gagni.
Öll hjálp er vel þeginn.