Sælir.

Er til eitthvað vænt forrit sem ég get notað til að streama mp3 tónlistina heiman frá mér. Ég er með ftp server uppsettan heima og hef getað streamað einu og einu lagi í WMP en ekki getað sett upp playlista á einfaldan hátt og ég hef ekki enn fengið winamp til að ná þessu.
Mig langar helst til þess að geta notað einhvern góðan player í þetta eins og winamp og þannig að ég geti búið til playlista með drag'n'drop líkt og maður gerir bara heima hjá sér.

Spurningin er.. ætli ég þurfi einhverjar sérstakar stillingar á serverinn heima eða er þetta spurning um hvernig ég fer að þessu á staðnum sem ég er að reyna að spila á.