Sælir, sælar.

Ég vona að ég geti fengið hjálp á þessum tveimur vandamálum.


1. Ég get ekki formattað, eða þ.e.a.s. reinstalla windows, ég set WinXP diskinn í geisadrifið mitt og restarta þá kemur “Boot CD press any key blabla” Eitthvað, svona svartur skjár ég bíð bara, en svo eftir smástund þá kemur valskjár hvort ég vilji starta tölvuna í Windows 2000 eða WindowsXP. Ég hef verið að restarta á fullu en það virkar ekki. Vitiði hvað er að?


2. Tölvan mín er í drasli þess vegna er ég að formatta (Sem virkar ekki) Og ég er að reyna að fara í einn tölvuleik þá kemur upp þetta error “The instruction at ”0x0f475969“ referenced memory at ”0x0f705810“. The memory could not be ”read“. Click on OK to terminate the program.”

Vitiði hvað ég get gert? Væri nóg að vita hvað ég get gert við þessu vandamáli númer 1. þá lagast örruglega númer 2. Gæti verið að þetta vandamál sé að reinstalla XP sé vegna þess að ég er með 2 stýrikerfi til að velja um hvort ég starti tölvuna í?

Vona að einhver snillingur getur hjálpað mér hérna, takk fyrir. :)<br><br>kv. Höddi