ég var að kaupa mér nýtt skjákot, ódýrt en gott. Það er nVidia GeForce FX5200 128mb. Sniðugt kort. Er búinn að vera að skoða hina og þessa fídusa í því varðandi TV-out tengið sem var ekki hægt að nota í gamla GF4 mx440. Allavega tók ég eftir dual view og náði að gera þetta það hentugt að ég get sett DVD í fullscreen á sjónvarpinu en gert eitthvað annað í tölvuskjánum, án þess að bögga DVD fullscreenið. Það finnst mér nett :D

En það sem ég er að pæla, reyndi að gera en gat ekki, er hægt að gera þannig að leikir opnast í sjónvarpinu en ekki í tölvuskjánum? þá meina ég t.d. að þegar ég fer í hinn yndislega Need For Speed: Underground, að myndin frá honum kemur bara í sjónvarpinu. Er það hægt? ef svo er, hvernig?<br><br>Kveðja, Danni

<u><a href="http://danni.is-a-geek.org“>Heimasíðan</a> | <a href=”mailto:klikkhausi@hotmail.com“>E-mail</a> | <a href=”http://www.cardomain.com/id/danielr">CarDomain síðan</a> | Irc: DanniR </u
Kveðja, Danni