Hefur einhver lent í því að geta ekki eytt file út út tölvunni hjá sér. Málið er að félagi minn var ætlaði að horfa á teikniimynd i gegnum aðra tölvu og fékk einhvern 699mb file inní vélina hjá sér og getur ekki eytt því út úr vélinni, sama hvað hann reynir.
Þegar reynt er að eyða file-num þá fer explorerinn á fullt og svo poppar á skjáinn “this file is being used by another program or person”
Við erum búnir að reyna ýmislegt, meðal annars að slíta netkapalinn úr sambandi og annað misgáfulegt, en ekki vill helvítið fara..

Getur einhver hjálpað okkur með þetta, ég talaði við einn sem gerði þetta í gegnum DOS en ég neita að trúa að það sé ekki hægt að gera þetta á einfaldari máta en í gegnum DOS.<br><br>life realy suck…. belive me i know.. (ég sjálfur)
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.