Fékk mér 160GB disk og hann kemur inn í 2 hlutum. Annar er 127,99GB en hinn er 21,06GB.
Að öllu jöfnu ætti þetta að lagast við að inst. win.sp.1, en gerir ekki. Hef líka inst. forriti til að laga þetta og en það gerir ekkert annað en að samþykkja þetta fyrirkomulag s.s. 2 partions. Hef líka farið í registry og stillt “EnableBigLba”, en allt kemur fyrir ekki.
Mediontölvan mín er 5 mánaða gömul og ég nota XPpro.
Nýi diskurinn er stilltur “slave”. og ég er búinn að reyna e-r ósköp í My Computer(hægri smell)/Manage/Computer management/Storage/Disk management, en allt kemur fyrir ekki. Ég hringdi í búðina til að fá leiðbeiningar en þær sem ég fékk gögnuðust ekki.
Diskurinn er af tegundinni WD.
Þess ber að geta að áhugi minn á Windows og tölvum er mun meiri en kunnátta og þekking.