Ég uppfærði MSN nýlega uppí 6.0, og alltaf þegar ég starta tölvunni þá startast bæði gamli og nýji messengerinn og eru að berjast um að logga sig inná accountinn minn þegar ég starta vélinni, semsagt msn nr.1 loggar sig inn, svo msn nr.2 þannig að nr.1 dettur út, þá loggar msn nr.1 sig aftur inn og þá dettur nr.2 út, og svona heldur þetta áfram. Ég get auðveldlega endað þetta tímabundið með því að slökkva á öðrum þeirra í taskman, en getur einhver sagt mér hvernig ég get disableað eða deletað þeim gamla á einhvern “clean” hátt?

ps. gamli msn er ekki stilltur á að starta sér með windows en hann gerir það samt! :/

Öll hjálp er vel þegin því þetta er orðið virkilega pirrandi.